Stefán Sverrisson stóð uppi sem sigurvegar í Biggest Loser Ísland 2 á fimmtudaginn. Stefán hafði misst tæp 60 kíló og var gjörbreyttur í útliti frá því að hann birtist fyrst á skjánum í janúar. „Ég var alveg gríðarlega glaður. Ég var búinn að gera eins mikið og ég gat. Ég var vongóður,“ segir Stefán um lokakvöld keppninnar.
↧